BÚÐIN
Litla gæludýrabúðin er verslunin okkar.
Hjá Litlu Gæludýrabúðinni færðu úrval af vörum fyrir gæludýrið þitt auk þess sem við erum að sjálfsögðu með PROPAC fóðrið til sölu þar.
Að veita framúrskarandi þjónustu og gott vöruúrval er stefna okkar hjá Litlu Gæludýrabúðinni sem og í netverslun okkar.
Auk þess að bjóða upp á góða þjónustu og gott vöruúrval er Litla Gæludýrabúin með baðaðstöðu fyrir hundaeigendur. Baðið er sérhannað hundabað þar sem hundur stendur í góðri vinnuhæð fyrir eiganda. Sjampó og næring blandast í sturtuhaus sem tryggir jafna dreifingu um feld og svo er í baðinu öflugur blásari til að þurrka feld í lokin.
Ryksugan er búin ótal gerðum bursta sem henta öllum feldtýpum og ef hundur er í feldlosi er feldur ryksugaður með því að kemba feldinn og ryksugan tekur í sig öll hár og losar um feldinn.
Starfsfólk aðstoðar við baðið og kennir réttu handtökin.